Kynna nýja gerð höfuðlínuflota
Færeyska netagerðin Vónin er nú að kynna nýjan búnað til að lyfta höfuðlínu trolla hér en áður þekkist og aukna þannig opnun og veiðihæfni trollsins. Búnaðurinn er kallaður „Flyer” og er hann festur á höfuðlínuna í stað hefðbundinni flota. Um leið og byrjað er að draga trollið, lyftir búnaðurinn höfuðlínunni upp.
Búnaðurinn er byggður þannig upp á þann hátt að á hvorum enda eru flot á milli þeirra eru þrír fletir sem beina flotinu upp á við. Flothylkin halda búnaðinum uppi þó trollið stöðvist í drætti og hækka svo höfuðlínuna í samræmi við hraðann sem er á trollinu
Búnaðurinn tekur svipað pláss á höfuðlínunni og fjögur átta tommu flot, sem gefa 12 kílóa lyftu, en nýbúnaðurinn gefur miklu meiri lyftingu. Miðað við 2,5 hnúa hraða er lyftingin 45 kíló, 63 kíló á þriggja hnúta hraða og 84 kíló á 3,5 hnútum. Við fjögurra hnúta hraða er lyftingin komin í 106 kíló.
Nýju flotin hafa verið til reynslu hjá tvílembingunum Rókur og Lerkur sem draga tvö troll sín á milli. Þannig hefur fengist góður samanburður með hefðbundin flot á öðru trollinu og nýja flotið á hinu.
Nýju flotin eru ekki úr plasti og brotna síður en hefðbundin flot. Því verður minni plastmengun í sjónum með nýju flotunum.
Vónin sýnir nýju flotin á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi sem hefst í dag.