Kvótaárið byrjar vel

Deila:

Kvótaárið hjá Bergi VE og Vestmannaey VE fer vel af stað, að því er fram kemur í frétt Síldarvinnslunnar.  Þar er rætt við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra Bergs- Hugins ehf og Bergs ehf. Fram kemur að Bergur hafi landað fullfermi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og að Vestmannaey landi fullfermi í Neskaupstað í dag.

„Það er akki annað hægt að segja en að kvótaárið fari býsna vel af stað. Skipin hafa landað fjórum sinnum hvort á tveimur fyrstu vikum kvótaársins og aflinn hefur verið býsna góður. Fyrri vikuna var mest veitt af þorski en ýsa og ufsi var mestur hluti aflans seinni vikuna. Skipin hafa landað í heimahöfn í Vestmannaeyjum og einnig í Neskaupstað og á Seyðisfirði í byrjun kvótaársins. Aflinn hefur farið til vinnslu í Vestmannaeyjum, í Grindavík, á Akureyri, á Dalvík og á Seyðisfirði. Síðan hefur lítill hluti aflans farið beint til útflutnings. Við reiknum með að skipin verði á svipuðu róli næstu vikurnar,“ segir Arnar.

Deila: