Bjarni Ármannsson ráðinn forstjóri Iceland Seafood International

Deila:

Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármanns­son sem for­stjóra félags­ins. Bjarni sem stígur nú úr stjórn félags­ins hefur verið stjórn­ar­for­maður ISI frá sept­em­ber 2018 og tekur við starfi Helga Ant­ons Eiríks­sonar sem hefur óskað eftir að stíga til hliðar eftir níu ár í stóli for­stjóra.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ Iceland Seafood International í dag.

Þá hefur Lee Cam­fi­eld, COO einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félag­inu. Bæði, Helgi og Lee, munu starfa náið með nýjum for­stjóra næstu mán­uði. Frá þessu er sagt á kjarninn.is

„Helgi hefur verið for­stjóri félags­ins frá 2010 og hefur leitt upp­bygg­ingu félags­ins sem alþjóð­legs fram­leið­anda á sjáv­ar­af­urð­um, byggða á hinum sterka íslenska grunni félags­ins og í sam­starfi við íslenska fram­leið­end­ur. Félagið stendur eftir fjár­hags­lega sterkt og er til­búið fyrir enn frek­ari vöxt,“ segir Bjarni við til­efn­ið. Hann seg­ist jafn­framt vilja þakka Helga fyrir það mikla starf sem hann hafi innt af hendi við upp­bygg­ingu félags­ins.

„Það hefur leitt af sér mik­inn og eft­ir­tekt­ar­verðan árangur und­an­farin ár. Framundan eru spenn­andi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skrán­ingu á aðal­markað Kaup­hallar Íslands á þessu ári. Hjá félag­inu starfa 630 starfs­menn í níu dótt­ur­fé­lög­um, mest­megnis í Evr­ópu. Sú mikla þekk­ing og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðs­vegar um heim, er það sem gerir fyr­ir­tækið vel í stakk búið til áfram­hald­andi vaxt­ar. Það er spenn­andi að leiða þennan góða hóp inn í þau mik­il­vægu verk­efni sem framundan eru og hlakka ég til þess,“ segir Bjarni.

Helgi seg­ist hreyk­inn og þakk­látur fyrir ár sín sem for­stjóri ISI. „Eftir tæpan ára­tug hjá félag­inu tel ég þetta réttan tíma­punkt til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tæki­færa. Fé­lag­inu hefur vegnað vel und­an­farin ár og ber að þakka árang­ur­inn okkar frá­bæra starfs­fólki víða um heim og sterkum og traustum við­skipta­vinum okkar á Íslandi og erlend­is. Iceland Seafood starfar í krefj­andi umhverfi alþjóð­legs sjáv­ar­út­vegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröft­uga vexti á næstu árum.“

 

Deila: