Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta

Deila:

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum  um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Umsóknarfrestur fyrir neðangreind byggðarlög er til og með 14. febrúar 2019. Opnað verður fyrir umsóknir í rafrænni umsóknargátt í dag kl 10, fimmtudag 31. janúar

 

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðarlögum.

 • Árborg (Stokkseyri, Eyrarbakki)
 • Suðurnesjabær (Sandgerði og Garður)
 • Skagaströnd, Norðurþing (Raufarhöfn og Kópasker)
 • Langanesbyggð (Bakkafjörður og Þórshöfn)
 • Hornafjörður
 • Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík) og 
 • Blönduós

 

Eftirfarandi sveitarfélög hafa ákveðið að byggðakvóta skuli úthlutað samkvæmt reglugerð ráðuneytisins nr. 685/2018 (þ.e. engar sérreglur):

 • Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
 • Djúpavogshreppur (Djúpivogur)
 • Akureyrarbær (Grímsey og Hrísey)
 • Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)

 

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Samningum þarf að skila áður en umsóknarfrestur  er liðinn.  Skila skal samningi við vinnslu  í tölvupósti.

 

Deila: