Dagamunur á kolmunnaveiðinni

Deila:

Á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni er blíðuveður þessa dagana en aflinn er hins vegar misjafn. Sturla Þórðarson skipstjóri á Beiti NK segir að ágætur afli hafi fengist í gær en í dag sé lítið að hafa.

„Við fengum um 450 tonn í gær eftir að hafa togað í eina 17 tíma og vorum þá komnir með 900 tonn í skipið. Við erum að hífa núna og ég held að það sé bara einhver skaufi – þetta virðist vera afar lélegt. Ég heyri að skipin láta almennt illa af sér núna og það er ekki veðrið sem truflar því hér er renniblíða,“ segir Sturla í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Fiskimjölsverksmiðjan á Seyðisfirði lauk við að vinna kolmunnann sem þangað hefur borist í gærkvöldi þannig að þar er vinnsluhlé. Vinnsluhlé var einnig í verksmiðjunni í Neskaupstað en þar hófst vinnsla á ný í gærkvöldi þegar Vilhelm Þorsteinsson EA kom með 1.700 tonn.

Ljósmynd: Helgi Freyr Ólason.

 

Deila: