Fiskur í ljúffengri sósu 

Deila:

Fiskréttir þurfa ekki að vera flóknir eða dýrir til að vera góðir. Það er bara að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og blanda saman sem flestu af því sem manni þykir gott og gera þannig virkilega góðan mat. Við mælum með þessum fína rétti fyrir alla fjölskylduna.

Innihald:

600 g þorskur

900 g kartöflur

1 gulur laukur

2 hvítlauksrif

2 gulrætur

1 msk olía

1 dós kirsuberjatómatar (400 g)

2 1/2 dl matreiðslurjómi

örlítið af cayennepipar

1 msk dijonsinnep

2 msk tomatpuré

2 msk sykur

2 tsk steinselja

salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar. Hakkið lauk og hvítlauk, skerið gulrætur í sneiðar. Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur í olíu á djúpri pönnu eða í potti. Bætið tómötum, matreiðslurjóma, cayennepipar, dijonsinnepi, tomatpuré, sykri og steinselju á pönnuna/í pottinn og látið sjóða í 5 mínútur. Skerið fiskinn í bita og bætið honum á pönnuna/í pottinn. Látið sjóða í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með soðnum kartöflum.

 

Deila: