Grásleppuvertíð hafin

Deila:

Fyrsti dagur grásleppuvertíðar var í gær.  Heimilt var að leggja netin kl 08:00 um morguninn og höfðu 44 bátar fengið leyfi til þess.  Að venju voru flestir á svæði E (Skagatá að Fonti) 23 búnir að tryggja sér rétt til að hefja vertíðina.

Í upphafi vertíðar nú er grásleppuleyfið gefið út til 25 daga, sem verður endurskoðað þegar Hafrannsóknastofnun hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu tillögur um heildarafla.  Gera má ráð fyrir að endanlegur fjöldi veiðidaga sem hverjum leyfishafa er heimilt að nýta muni liggja fyrir á fyrstu dögum aprílmánaðar.  Á síðustu vertíð voru dagarnir 44 talsins.
Á myndinni er Dalborg EA sem lagði netin í gær. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

 

Deila: