Leggja til 1,8 milljarðs arðgreiðslu

Deila:

Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 29. mars 2019 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku. Á fundin verður lögð fram tillaga um arðgreiðslu að upphæð 1,8 milljarður króna, en 1 króna á hlut. Þá er lagt til að félaginu verði heimilt að kaupa eigin hluti allat að 10%.

DAGSKRÁ

 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.
 2. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.
 3. Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.
 4. Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu.
 5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
 6. Kosning stjórnar félagsins.
 7. Kosning endurskoðenda.
 8. Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin bréfum.
 9. Tillaga að breytingu á samþykktum, tilnefningarnefnd.
 10. Önnur mál, löglega upp borin.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30

Tillögur

Tillaga um greiðslu arðs

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2019 verði vegna rekstrarársins 2018 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.814 millj. kr. (um 13,7 millj. evra á lokagengi ársins 2018), eða 3,0% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2018. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2019. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 29. mars 2019 og arðleysisdagur því 1. apríl 2019.

Arðsréttindadagur er 2. apríl 2019. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.

Tillaga félagsstjórnar að starfskjarastefnu

Stjórn leggur til að starfskjarastefna frá fyrra ári verði samþykkt óbreytt

Tillaga um þóknun til stjórnarmanna

Þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 292.125 kr. á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður tvöfaldan hlut.

Kosning endurskoðanda

Stjórn félagsins leggur til að Deloitte ehf. verði kjörinn endurskoðandi félagsins.

Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum

Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi má eigi vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er.

Tillaga að breytingu á samþykktum, tilnefningarnefnd

Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins á þá leið að hluthafafundur skipi tilnefningarnefnd sem starfi sem undirnefnd stjórnar. Til bráðabirgða skipi stjórn fyrstu tilnefningarnefnd félagsins sem skuli hefja störf ekki síðar en 6 mánuðum fyrir næsta aðalfund félagsins.

Sjá í viðhengjum nánar tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum vegna tilnefningarnefndar og starfsreglur tilnefningarnefndar.

Framboð til stjórnar

Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu HB Granda, Norðurgarði 1 eða á netfangið adalfundur@hbgrandi.is.

Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn.

Aðrar upplýsingar

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Heildarhlutafé félagsins nemur kr. 1.822.228.000 og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut. Eigin bréf félagins eru kr. 8.569.277 og virkt hlutafé félagins því 1.813.658.723.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá klukkan 16:30.

Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta:

 1. a) veitt öðrum skriflegt umboð
  b) greitt atkvæði skriflega

Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.

Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma.

Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn má finna á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is

Stjórn HB Granda hf.

VIÐHENGI

 

Deila: