Gæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum

Deila:

Landhelgisgæslan tók þátt í stórslysaæfingunni Polaris 2019 sem fram fór í Finnlandi í gær. Átta þjóðir, sem mynda Arctic Coast Guard Forum, komu að æfingunni, en æfð voru viðbrögð við neyðarástandi um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Finnlands. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, tók þátt í æfingunni auk þess sem starfsmenn stofnunarinnar voru í aðgerðastjórn í samhæfingarstöð finnsku strandgæslunnar.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fundaði með forsvarsmönnum annarra strandgæsla, en samstarf á norðurslóðum er Íslandi afar mikilvægt.

„Það er ákaflega þýðingarmikið fyrir Landhelgisgæsluna að taka þátt í fjölþjóðlegri æfingu sem þessari enda er nauðsynlegt að viðhalda góðu samstarfi við önnur ríki á norðurslóðum og vita að samstarfsþjóðirnar eru til taks ef bregðast þarf við stóráföllum.

Í lok vikunnar tekur Landhelgisgæslan við formennsku í Arctic Coast Guard Forum af Finnum sem gegnt hafa formennsku undanfarin tvö ár,“ segir í frétt á heimasíðu Gæslunnar

 

Deila: