Veiðidagar á grásleppu verða 44
Tilkynning hefur borist frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í þess efnis að tekið hefði verið undir sjónarmið LS varðandi dagafjölda á yfirstandandi grásleppuvertíð og því ljóst að gefin verður út reglugerð þess efnis á næstu dögum.
Einnig var upplýst um að 12. grein reglugerðarinnar verði felld á brott, en LS hafði mótmælt breytingunni og lýst yfir að hún gæti haft þær afleiðingar að það myndaðist hvati til brottkasts. Greinin fól það í sér að Fiskistofa gat svift báta veiðileyfi landi þeir meira magni af bolfisk í þorskígildum en grásleppu. Engu skipti hvort viðkomandi bátur hefði aflaheimildir fyrir aflanum.