Þorskveisla úr Miðjarðarhafi

Deila:

Við Íslendingar höfum frá örófi alda flutt þorskinn okkar út til landa við Miðjarðarhafið, að mestu leyti saltaðan, en síðar einnig ferskan. Meðal annars þess vegna hefur skapast hefð við matreiðslu á þorski á þessu svæði og eru uppskriftirnar skemmtilega frábrugðnar því, sem við, einkum eldra fólk, hefur átt að venjast. Við mælum með þessari fínu uppskrift, enda er þetta í raun sannkallaður veislumatur, þó matreiðslan sé einföld.

Innihald:

1 kg fersk þorskflök

2 msk olía til steikingar

500 gr smáir tómatar, skornir í tvennt

½ bolli svartar ólífur, gróft saxaðar

2 msk kapers

1 msk lögur úr kaperskrukkunni

¼ bolli hvítvín

1 msk ósaltað smjör

4 basiilíkulauf gróft söxuð

Aðferð:

Skerið fiskinn í hæfilega bita og steikið á pönnu í olíunni við háan hita í 3-5 mínútur eftir þykkt bitanna. Takið fiskinn af pönnunni og leggið til hliðar en haldið heitum.

Mýkið tómatana á sömu pönnu í 5 mínútur. Bætið síðan ólífunum, kaperskornunum og safanum af þeim út á og látið sjóða niður í 5 mínútur. Bætið hvítvíninu út í og sjóðið áfram niður um 5 mínútur. Bætið loks smjörinu út í og takið pönnuna af hitanum.

Hellið sósunni yfir fiskinn og skreytið með basilíkublöðunum.

Berið fram með soðnum kartöflum, salati að eigin vali og góðu nýju brauði.

 

 

Deila: