Sigldi á færeyskan fiskibát

Deila:

Íslenska uppsjávarskipið Hákon EA sigldi í fyrrinótt á færeyska fiskibátinn Skarstein töluvert sunnan við Suðurey, syðstu ey Færeyja. Hákon var þá á leið heim með kolmunnafarm. Fiskibáturinn er frá bænum Trongisvági.

Nokkrar skemmdir urðu á bátnum, en ekki kom leki að honum. Einn maður var um borð og sakaði hann ekki. Hann var tekinn um borð í Hákon  og báturinn tekinn í tog. Útkalli björgunarþyrlu var þá aflýst.

Færeyska skipið Tjaldrið tók svo Skartsein í tog og kom með hann til hafnar í Þórshöfn í gær.

Deila: