Skipulagsbreytingar hjá Eimskip

Deila:

Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Eimskip á Íslandi. Þær snúa að því að samþætta hluta af stoðeiningum félagsins í öflugar miðlægar einingar og skerpa á áherslum í þjónustu við viðskiptavini. Sem dæmi sameinast þrjár mismunandi akstursstýringardeildir í eina einingu.

Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips.

Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.

Í tengslum við þessar skipulagsbreytingar fækkar um 15 stöðugildi hjá Eimskip og TVG-Zimsen.

Deila: