Framkvæmdastjóri þróunar hjá Sæbýli

Deila:

Sig­urður Markús­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Sæ­býli, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Sæbýli hefur síðustu fimmtán ár þróað eigin klakstofn, tækni og framleiðsluaðferð við eldi á sæeyrum á Íslandi. Uppsetning eldisins er einstök á heimsvísu og sú fyrsta sinnar tegundar. Byggir hún á lóðréttu hillukerfi og vatnsendurnýtingu. Sæeyru eru í raun sæsniglar og eru ein verðmætasta eldistegund í heimi.

Sjá einnig: Undirbúa 200 tonn eldi á sæeyra í Grindavík

Samkvæmt tilkynningunni mun Sigurður leiða uppbyggingu áframræktunar fyrirtækisins í Auðlindag­arðinum á Reykja­nesi þar sem heit­ur jarðsjór og end­ur­nýj­an­leg orka frá Reykja­nes­virkj­un verður nýtt til að knýja fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins.

Sigurður var áður forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun og býr að 15 ára reynslu af nýsköpun og þróun í orkugeiranum.

Deila: