Slegið í gegnum 8 tonna múrinn

Deila:

Alls hafa 411 bátar hafið strandveiðar í ár sem er 59 bátum fleira en á sama tíma í fyrra.  Í maí eru 16 dagar sem leyfilegt er að nýta til þeirra 12 róðra sem hverjum báti eru heimilaðar veiðar á.  Í lok síðustu viku voru dæmi um aðila sem komist hafa út alla þá 9 daga sem í boði hafa verið í mánuðinum, segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Aflatölur sýna að veiðarnar hafa farið vel af stað og hefur heildarafli aukist um fimmtung milli ára.  Þegar þær tölur sem hér birtast voru unnar upp úr gögnum Fiskistofu er ekki öruggt að allir róðrar hafi verið skráðir og því erfitt að segja til um hvaða bátur sé kominn með mestan heildarafla.  Það er þó ljóst að slegið hefur verið í gegnum 8 tonna múrinn.

 

Deila: