Eimskip eykur þjónustu sína í siglingum til og frá Póllandi og Eystrasaltinu

Deila:

Eimskip mun frá og með næstu viku bjóða vikulegar siglingar til og frá tveimur höfnum í Póllandi og Klaipeda í Litháen. Siglingarnar eru hluti af samstarfi Eimskips við danska skipafélagið Unifeeder sem er eitt stærsta sinnar tegundar í siglingum innan Evrópu. Eimskip hættir þar með siglingum eigin skipa til Póllands en eykur þess í stað tíðni siglinga á svæðið í samvinnu við Unifeeder. „Með þessu nýja samstarfi mun Eimskip nýta öflugt siglingakerfi Unifeeder og bjóða enn betri þjónustu með frekari tengingu inn í Eystrasaltið,“ segir í frétt frá Eimskipi. Þar segir ennfremur:

Í hnotskurn:

  • Aukin þjónusta við viðskiptavini með tíðari siglingum til fleiri hafna
  • Samstarf með Unifeeder, einu öflugasta skipafélagi í siglingum innan Evrópu
  • Hentar vel hvort sem er í útflutning eða innflutning með tengingar við Århus og fleiri hafnir innan siglingakerfis Eimskips

„Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar á þessu svæði og erum að mæta henni með tíðari siglingum og fleiri viðkomuhöfnum. Unifeeder er gríðarlega sterkt skipafélag og þetta samstarf opnar á enn frekari tækifæri með tengingu við þeirra öfluga og áreiðanlega flutninganet, bæði í Eystrasaltinu en einnig inn til Finnlands og fleiri hafna í Evrópu.“ segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölusviðs Eimskips.

Ný áætlun mun taka gildi frá og með næstu viku.

 

Deila: