Meira um makríl í leiðangri Færeyinga

Deila:

Meira fékkst af makríl í nýafstöðnum leiðangri færeysku hafrannsóknastofnunarinnar, en sambærilegum leiðangri síðasta árs. Leiðangurssvæðið var færeyska lögsagan og hafsvæðið austur af Íslandi.  Var makríl að finna á mest öllu svæðinu.  Minna var um síld og var mest af norsk-íslensku síldinni nálægt Íslandi. Kolmunni var dreifður austan Íslandshryggsins og Færeyja.

Stærsta makrílinn var að finna vestast á leiðangurssvæðinu. Nokkuð mikið var um 6-9 ára makríl, en um 39% síldarinnar 6 ára gömul. Megnið af kolmunnanum var 4 og 5 ára.

Dreifing makríls og síldar. Grænu hringirnar tákna makríl og þeir rauðu síld. Stærð þeirra gefur magnið til kynna.

Leiðangurinn er hluti af sameiginlegum leiðöngrum Íslands, Noregs, Grænlands og Danmerkur. Gert er að fyrir að öllum  leiðöngrunum verði lokið snemma í ágúst og ð endanlega niðurstöðu liggi fyrir seinni hluta ágústmanaðar.

 

Deila: