Samherji með mesta hlutdeild í makríl

Deila:

Samherji er með mesta hlutdeild í aflamarki í makríl á þessu ári, 7%, og þar með veiðiheimildir upp á rúm 9.000 tonn. HB Grandi kemur fast á hæla Samherja með 6,8% hlutdeild og tæplega 8.700 tonna kvóta. Alls koma til úthlutunar 127.307 tonn til skipa með aflahlutdeild á þessu ári,

Næstu útgerðir eru Huginn með rúmlega 7.800 tonna kvóta, Eskja með tæplega 7.700 tonn, HB Grandi með 7.250 tonn og Síldarvinnslan með ríflega 6.100 tonn.

Fiskistofu ber nú að úthluta aflahlutdeildum til skipa með aflareynslu í makríl. Í lok júní úthlutaði Fiskistofa til bráðabirgða 80% aflamarks í makríl á grundvelli áætlaðra hlutdeilda og útgerðir höfðu frest til 10. júlí s.l. til að gera athugasemd við úthlutunina. Að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust, þá hefur Fiskistofa nú úthlutað aflahlutdeildum og aflamarki til skipa. Í næstu viku mun Fiskistofa póstleggja tilkynningar til viðkomandi útgerða um heildarúthlutun.

Samhliða úthlutun mun Fiskistofa opna fyrir millifærslur á aflahlutdeildum og aflamarki í makríl. Hægt verður að óska eftir millifærslum frá og með deginum í dag.

 

Deila: