Auglýst eftir umsóknum um veiðar á sæbjúgum
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum fiskveiðiárið 2019/2020, sbr. reglugerð nr. 795/2013 um veiðar á sæbjúgum, með síðari breytingum.
Sækja skal um veiðileyfi í UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu, og skulu fylgja umsókninni upplýsingar um veiðar umsækjenda á sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár og samningur um vinnslu á sæbjúgum í landi eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða.
Opið er fyrir umsóknir frá föstudeginum 09. ágúst til og með 15. ágúst 2019, en þá lýkur umsóknarfresti.
Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarnálgun að afli fiskveiðiárið 2019/2020 fari ekki yfir 2245 tonn á skilgreindum veiðisvæðum. Einnig er lagt til að veiðar utan skilgreindra veiðisvæða séu háðar leyfum til tilraunaveiða