Svipaðu afli strandveiðibáta í ágúst

Deila:

Veiðar strandveiðibáta hafa gengið með svipuðum hætti og í fyrra. Eftir 4 veiðidaga í mánuðinum er aflinn 468 tonn, en var í fyrra 449 tonn. Reyndar eru bátarnir nú nærri 80 fleiri en í fyrra og landanir 80 fleiri.

Fyrir vikið er afli á bát nú 758 kíló en var 833 kíló í fyrra. Þá er afli í róðri líka minni en afli á dag að meðaltali er 117 tonn, sem er 5 tonnum meira en í fyrra. Það skýrist með fjölgun bátanna.

Þegar litið er á allt tímabilið í ár er aflinn orðinn 8.686 tonn, sem er 937 tonnum meira en í fyrra.  Vegna fjölgunar báta eru landanir mun fleiri en í fyrra. Afli á bát að meðaltali er rétt rúm 14 tonn, sem er litlu minna en í fyrra. Veiðidagar á bát nú eru 21,7, en voru 21,9 í fyrra.

Leyfilegur heildarafli í ár er 11.000 tonn og hafa nú 70% þess verið veidd. Ljóst er því að því marki verður ekki náð á þeim veiðidögum sem eftir eru í ágúst.

Deila: