Fá meira fyrir útflutning frá Færeyjum

Deila:

Útflutningur Færeyinga af sjávarafurðum á 12 mánaða tímabili frá og með október 2019 til september 2018 jókst um 13% mælt í verðmæti miðað við sama tímabil þar áður. Alls skilaði þessi útflutningur 155 milljörðum íslenskra króna.

Eldislax er uppistaðan í þessum útflutningi, 45%, en hann skilaði 69 milljörðum króna. Verðmæti þessa útflutnings jókst um 17%. Næst á eftir kemur þorskurinn með 18,3 milljarða, 40% vöxt, og makríll með um 18 milljarða, 54% aukningu

Alls fóru 472.000 af sjávarafurðum utan frá Færeyjum umrætt tímabil. Það er samdráttur um 3%, fyrst og fremst vegna mikil samdráttar í útflutningi á kolmunna, sem féll um 37%. Vöxtur í verðmætari tegundum eykur þannig heildarverðmætið. Þar munar miklu um þorskinn, sem fór úr 21.000 tonnum í 28.600 tonn sem er vöxtur um 36%. Makríllinn fór úr 67.000 tonnum í 91.500, sem er vöxtur um 36% og laxinn úr 56.000 tonnum í 67.000 tonn sem er aukning um 23%.

 

Deila: