Góð afkoma Faxaflóahafna

Deila:

Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur samþykkt ársreikning félagsins og ber hann með sér að tekjur voru umfram áætlun og rekstrarliðir undir áætlun.

Rekstrartekjur voru liðlega 3,4 Ma.kr., sem er 7,6% hækkun á milli ára, en rekstrargjöld voru 2,7 Ma.kr. og hækkuðu um 6,1% á milli ára.  Hækkun tekna stafa aðallega af auknum vöruflutningum.  Þá voru fjármunaliðir 31,8 mkr. undir áætlun þannig að hagnaður ársins nam 742,8 mkr.  Langtímaskuldir fyrirtækisins lækkuðu um 86,7 mkr. á milli ára og voru um áramót 749,9 mkr.

Til fjárfestinga var ráðstafað liðlega 1,9 Ma.kr. sem er nokkru hærra en gert hefur verið undanfarin ár, en framkvæmdir hófust á árinu 2016 við nýjan hafnarbakka utan Klepps auk þess sem gengið var frá samkomulagi við Björgun hf. um kaup eigna, rýmingu lóðarinnar að Sævarhöfða 33 og gerð 25.000 fermetra lóðar samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.  Þá var unnið að hækkun kantbita á Grundartanga auk ýmissa verkefna í Gömlu höfninni.

Í heildina er niðurstaða ársreikningsins vel viðunandi, en framundan eru stór verkefni í hafnarmálum, sem mikilvægt er að fyrirtækið sé í stakk búið að leysa á komandi árum. Sjá má ársreikninginn hér: Faxaflóahafnir ársreikningur 2016 og greinargerð hafnarstjóra hér: Greinargerð hafnastjóra með ársreikningi 2016.

 

Deila: