Steypireyður komin á Skjálfanda

Deila:

Undanfarin ár hafa steypireyðar gert sig heimakomna í ætisleit á Skjálfanda síðla vetrar og á vorin. Besti tíminn til að sjá steypireyðar á Skjálfanda hefur verið í maí og júní en eftir það synda þær út úr Skjálfanda.

Þeir sem fara í hvalaskoðun frá Húsavík á vorin og snemmsumars eru í þeirri einstöku stöðu að geta mögulega séð lifandi steypireyði í návígi á Skjálfanda og farið svo á Hvalasafnið á eftir og séð hvernig beinagrind þessa stærsta spendýrs í heimi lítur út. Húsavík er því eins konar heimastaður steypireyðarinnar hvað þetta varðar.

„Síðustu daga hefur steypireyður sést á Skjálfanda. Í dag sáu t.d. gestir á hvalaskoðunarbát Norðursiglingar steypireyði á miðjum Skjálfanda. Til gamans má geta þess að steypireyður sást nánast á sama degi marsmánaðar í fyrra,“ segir á heimasíðu Hvalasafnsins.

 

Deila: