Stjórnendur Mowi heimsóttu Arctic Fish

Deila:

Laust fyrir áramót var tilkynnt um kaup Mowi, stærsta fiskeldisfyrirtækis í heimi, á 51% hlut í fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum. Mowi er sannarlega risavaxið fyrirtæki í greininni en hjá því starfa um 12 þúsund manns og selur fyrirtækið um 400 þúsund tonn af laxi árlega.
Fulltrúar Mowi biðu ekki boðanna með að kynna sér starfsemina á Vestfjörðum og komu þangað vestur nú strax í fyrstu viku ársins. Fóru þeir víða um Vestfirði og kynntu sér starfseina en í föruneytinu voru forstjórinn, Ivar Vindheim, Oyvind Oaland, John Ivar Saetre og Per Magne Gabrielssen sem allir stjórnendur hjá Mowi.

Deila: