Tveir smábátar komnir yfir 100 tonn

Deila:

32 smábátar höfðu í gær landað makríl í sumar. Tveir þeirra eru komnir yfir 100 tonnin. Það eru Brynja SH með 121 tonn og Júlli Páls SH með 120 tonn.
Næstu bátar eru svo Fjóla GK með 89 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH með 82 tonn og Addi afi GK með 72 tonn.

Samtals er afli smábátanna orðinn tæp 1.200 tonn

 

Deila: