Sameiginleg æfing með áhöfn Baldurs

Deila:

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með farþegaskipum hér við land og fyrr í sumar var slík æfing haldin með áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs norður af Flatey. Þegar nýir læknar verða hluti af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þurfa þeir að ljúka svokallaðri grunnþjálfun og æfingin um borð í Baldri fyrr í sumar var hluti af slíkri þjálfun.

„Fyrir flug var haft samband við áhöfn Baldurs sem tók afar vel í beiðni Landhelgisgæslunnar um að halda sameiginlega æfingu. Hífingarnar fóru fram á síðu og stefni Baldurs í blíðskaparveðri í júlí. Landhelgisgæslan þakkar áhöfninni á Baldri kærlega fyrir gestrisnina enda er afar mikilvægt að þyrlusveit LHG og áhafnir farþegaskipa haldi æfingar sem þessar,“ segir í frétt á heimasíðu Gæslunnar.

 

Deila: