Maríneruð risarækja á grillspjóti

Deila:

Nú förum við austur til Asíu, nánar tiltekið til Malasíu til að sækja okkur uppskrift. Við ætlum að gæða okkur á maríneraðri risarækju á grillspjótum. Þetta er einstaklega ljúffengur réttur, sem hentar reyndar bæði sem alalréttur og forréttur. Þetta er líka efnilegur réttur í rómantískt kvöld með ástvini við arineld og kertaljós með Harry Belafonte á fóninum.

Innihald:

  • 600 g risarækja, garnhreinsuð og skelflett aftur að hala

Marínering:

  • ½ dl ferskur límónusafi
  • 2 msk olífuolía
  • 1 msk fersk smátt söxuð steinselja
  • 2 msk sweet chili sauce
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • ½ msk hunang
  • smá salt

Aðferð:

Leggið hæfilegan fjölda grillspjóta í bleyti í köldu vatni.  Hreinsið rækjuna og þurrkið með pappírsþurrku.

Blandið saman í skál öllu sem ætlað er í maríneringuna. Setjið rækjuna út í og látið fljóta yfir. Marínerið í 30 mínútur.

Þræðið rækjurnar upp á grillspjótin. Kveikið á grillinu og grillið rækjurnar í örskotsstund á báðum hliðum þannig að það komi í þær svolítil grillför. Einnig er hægt að grilla rækjuna í bakaraofni við háan hita og þá má sleppa grillspjótunum.

Berið fram með góðum hrísgrjónum, fersku salati og eða góðu brauði.

Glas af kældu hvítvíni gæti bragðast mjög vel með þessum fína rétti.

Deila: