Sáralítið finnst af loðnu

Deila:

„Þótt yfirferðinni sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun upplýsa strax að mjög lítið hefur mælst af loðnu það sem af er þessari febrúarmælingu. Gert er ráð fyrir frekari vöktun og yfirferð að þessum mælingum loknum en fyrirkomulag þeirra skýrist seinna í vikunni,“ segir í tilkynningu á vef Hafró vegna loðnumælinga.

Eins og Auðlindin greindi frá í dag setti veður um helgina strik í loðnuleit. Áætlað er að yfirferðinni ljúki á miðvikudag en enn á eftir að leita úti fyrir Vestfjörðum.

„Gert er ráð fyrir frekari vöktun og yfirferð að þessum mælingum loknum en fyrirkomulag þeirra skýrist seinna í vikunni. Svæðin sem þá verður líklegast lögð áhersla á eru norðvestur af landinu og undan Vestfjörðum ásamt Suðausturmiðum,” segir í tilkynningunni.

Deila: