Kölluð inn vegna skorts á hráefni til vinnslu

Deila:

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu á sunnudaginn í heimahöfn að aflokinni stuttri veiðiferð. Þeir héldu til veiða seint á fimmtudagskvöld þannig að einungis var verið um tvo sólarhringa að veiðum. Ástæða þess að skipin voru kölluð inn til löndunar var sú að fisk vantaði til vinnslu. Þetta kemur fram á vef Síldarivnnslunnar.

Þar segir að Vestmannaeyjar hafi verið með 30 tonn og Bergur 46. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Skipin héldu út strax að löndun lokinni og hófu veiðar á Pétursey en hörfuðu fljótlega á Selvogsbankann vegna veðurs.

Deila: