Veður setur strik í loðnuleit

Deila:

Hlé þurfti að gera á loðnumælingum vegna veðurs um helgina. RÚV greinir frá þessu. Þrjú skip voru að leita en vonir standa til að þau komist aftur á miðin í kvöld.

Haft er eftir Guðmundi Óskarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, að í stórum dráttum hafi tekist að fara yfir þau svæði sem áætlað var að skoða. Leiðangrinum hafi hins vegar ekki verið lokið. Enn hafi ekki verið farið yfir landgrunnið og landgrunnskantinn úti af Vestgjörðum. Hann áætlar að hálfan annan sólarhring taki að ljúka leitinni.

Engar fregnir hafa borist af niðurstöðum mælinga.

Hér má sjá leitarsvæðið.

 

Deila: