Cleopatra 36 til Noregs

Deila:

Bátasmiðjan Tefjar í Hafnarfirði afgreiddi á dögunum nýtt skip, Cleopatra 36, til Austevoll í Noregi. Báturinn hefur fengið nafnið Varde og er 10,99 metrar á lenggd og 11 brúttótonn.

Það er Ole Tøkje sem stendur að útgerðinni.  Ole verður jafnframt skipstjóri á bátnum.

Fram kemur í tilkynningu frá Trefjum að aðalvél bátsins sé af gerðinni FPT C90 410 hestöfl og hún er tengd ZF286IV gír.

  • Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Olex og Simrad.
  • Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
  • Báturinn er útbúinn til Netaveiða.  Veiðibúnaður kemur frá Noregi.
  • Lest bátsins rúmar 15stk 380lítra fiskikör.
  • Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
  • Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.

Fram kemur að báturinn sé nýkominn til Noregs og hefji veiðar á næstu dögum.

Deila: