Frá öngli í maga

Deila:

Á hverju hausti sigla Hollvinir Húna II með nemendur 6. bekkjar á Akureyri og Eyjafirði  í veiði og fræðsluferðir.  Í  ferðunum fræðast þau um bátinn Húna II og smíði hans, um lífríki sjávar og hollustu fisksins.

Fjallað er um hafið kring um landið og þau verðmæti sem við þurfum að nýta og vernda t. d. með því að halda hafsvæðinu hreinu. Þau skoða stjórntæki í brú, veiða fisk sem síðan er krufinn, flakaður grillaður og snæddur.  Þetta er unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Samherja og Háskólann á Akureyri.  Rúmlega 300 nemendur sigla þetta haustið.  Áhöfnin á Húna II eru 10 í þessum ferðum og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.Í gær sigldu með Húna nemendur úr Síðuskóla og Brekkuskóla alls um 40 börn.

Skipstjóri á Húna er margreyndur aflaskipstjóri Arngrímur Brynjólfsson sem var lengi með Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Kristinu EA 410

Mynd og texti af heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar http://thorgeirbald.123.is/

 

 

Deila: