Úthlutun byggðakvóta að ljúka
Fiskistofa vinnur nú að því að ganga frá lokaúthlutun á byggðakvóta 2018/2019 sem felur í sér að kvóta er úthlutað í samræmi við mótframlag yfir á fiskveiðiárið 2019/2020.
Þetta tekur nokkra daga og fer fram í áföngum. Stefnt var að því að fyrstu bátarnir fengju úthlutun í gær, 2. september. Úthlutun verður sýnileg á aflamarksstöðu viðkomandi báta um leið og hún fer fram.
Útgerðum er bent á að fylgjast með stöðu sinna báta á vef Fiskistofu og við minnum á að ekki er heimilt að halda til veiða nema báturinn hafi á sér aflamark.