Sækja þarf um línuívilnun

Deila:

Fiskistofa minnir á að sækja þarf um línuívilnun fyrir nýhafið fiskveiðiár fyrir þá dagróðrarbáta sem hyggjast nýta sér hana.
Eigi línuívilnun að gilda frá upphafi fiskveiðiárs þarf að vera búið að sækja um í síðasta lagi fyrir kl. 16 föstudaginn 6. september.  Umsóknir sem berast seinna taka gildi þann dag sem þær berast.
Sótt er um með tölvupósti á linuivilnun@fiskistofa.is

Deila: