Meira utan af sjávarafurðum

Deila:

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 44,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 11,7% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 48,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,1% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 10,4% hærra en á sama tíma árið áður. Mest var aukning vegna útflutnings skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski og frystum flökum samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Deila: