SVN til fyrirmyndar

Deila:

Síldarvinnslan er fyrirmyndarfyrirtæki 2019 samkvæmt mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Listi yfir fyrirmyndarfyrirtækin var birtur í fylgiriti Viðskiptablaðsins sem er nýkomið út. Forsendurnar sem matið byggir á eru eftirtaldar:

 

  • Rekstrarárið 2018 er lagt til grundvallar en einnig er árið 2017 haft til viðmiðunar.
  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið yfir 30 milljónir kr.
  • Eignir þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir kr.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið yfir 20%.
  • Aðrir þættir eins og t.d.  skil á ársreikningi eru metnir.

 

Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar er Síldarvinnslan í 10. sæti í flokki stórra fyrirtækja þegar framangreindar forsendur eru metnar. Þar kemur fram að tekjur Síldarvinnslunnar á árinu 2018 námu tæpum 21,8 milljörðum króna og eignir námu rúmum 59 milljörðum. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 65%.

 

Deila: