Fínasti túr

Deila:

Frystitogarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað á mánudag að lokinni ágætri veiðiferð. Afli skipsins var um 540 tonn upp úr sjó að verðmæti 180 milljónir króna. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri segir að í reyndinni hafi túrinn verið tíðindalítill.

„Það gekk allt vel í túrnum og tíðin var afar góð þannig að þetta var hinn fínasti túr. Við vorum að veiðum fyrir norðan og vestan land og afli var þokkalegur að öðru leyti en því að erfiðlega gekk að ná í ufsa. Aflinn er blandaður en um það bil 200 tonn af honum er karfi,“ segir Bjarni Ólafur í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Blængur mun væntanlega halda á ný til veiða nk. föstudag.

 

Deila: