Ríflega helmingur ýsukvótans veiddur

Deila:

Nú er búið að veiða ríflega helming ýsukvótans þegar tæplega helmingur fiskveiðiársins er liðinn. Úthlutaðar heimildir eru  um 32.800 tonn. Sérstakar úthlutanir eru ríflega 1.000 tonn og flutningur frá fyrra fiskveiðiári rúmlega 2.000 tonn. Leyfilegur afli er því um 36.000 tonn. Aflinn nú er 18.600 tonn og því óveidd um 17.400 tonn.

Tólf skip hafa veitt meira en 300 tonn það sem af er fiskveiðiárinu. Það eru Vigri RE með 505 tonn, Bergey VE með 433 tonn, Gullver NS með 409 tonn, Sólberg ÓF með 405 tonn, Örfirisey RE með 378 tonn, Dala-Rafn VE með 356 tonn, Sighvatur GK með 347 tonn, Breki VE með 335 tonn, Tómas Þorvaldsson GK með 322 tonn, Páll Jónsson GK með 315 tonn. Kaldbakur EA með 309 tonn og Arnar HU með 302 tonn.

Deila: