Ný reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði

Deila:

Ný reglugerð um skoðanir fiskiskipa tók gildi í maí. Í henni er að finna talsverðar breytingar, sem flestar eru til bóta. Frá þessu greinir Landssamband smábátaeigenda á vef sínum. Þar segir að nú sé skoðunarhringurinn orðinn 5 ár þar sem hver bátur fái svokallaða afmælisdagsetningu, sem ákvarðist af gildistíma öxulskoðunar.

Eigendur smábáta eru sérstaklega hvattir til að kynna sér reglugerðina.

Reglugerðin er hér.

Deila: