Þórunn Þórðardóttir sjósett 15. des.

Deila:

Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar verður sjósett í Vigo á Spáni föstudaginn 15. desember. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Skipið mun fá nafnið Þórunn Þórðardóttir. „Nafnið fær skipið eftir fyrstu íslensku konunni með sérfræðimenntuð í hafrannsóknum og miklum frumkvöðli í rannsóknum á smáþörungum í hafinu við Ísland. Skipið verður afhent í nóvember 2024,” segir á vef Hafró.

Í fréttinni segir að skipið fái einkennisstafina HF 300. „Skipið verður nefnt eftir miklum frumkvöðli í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland og fyrstu íslensku konunni með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Því er vel við hæfi að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar beri nafn hennar.

Þórunn hafði alla tíð brennandi áhuga á starfi sínu og ástríða hennar var smitandi. Ófá, bæði starfsfólk og nemar, fengu notið þekkingar hennar og kennslu. Hvort sem var í tegundagreiningum svifþörunga, mælingum á frumframleiðni, eiturþörungarannsóknum eða öðrum rannsóknum sem lutu að svifþörungum,” segir á vefnum.

Nánar má lesa um málið hér.

Meðfylgjandi mynd er tölvuteiknuð.

 

Deila: