Níföldun laungreiðslna á 10 árum

Deila:

Vöxtur er í atvinnulífi Vestfjarða og það má sér í lagi merkja á hraðri uppbyggingu sjókvíaeldis  í fjórðungnum síðustu árin. Ferðaþjónusta á Vestfjörðum hefur einnig vaxið umtalsvert á sama tíma en ekkert þó í líkingu við fiskeldið, sé litið á tölulega þróun.

Í greiningu Vestfjarðastofu segir að árið 2011 hafi 45 manns fengið greidd laun úr fiskeldi en árið 2021 var þessi tala orðin fimmfalt hærri, eða 246.
Launagreiðslur í sjókvíaeldi á Vestfjörðum höfðu á sama timabil stökkbreyst. Árið 2011 námu þær  tæplega 176 milljónum króna en voru rúmlega 1,5 milljarðar króna árið 2021. Sem er tæplega níföldun. Í ljósi þessarar þróunar er í umfjölluninni dregin sú ályktun að þess þurfi ekki að vera langt að bíða að fiskeldið vaxi hefðbundum sjávarútvegi yfir höfuð.

Deila: