HD – þinn þjónustuaðili í laxeldi

Deila:

HD er þjónustufyrirtæki fyrir íslenskan iðnað sem stendur á sterkum grunni og hefur áralanga reynslu og traust viðskiptavina. Fyrirtækið leggur upp með að eiga langtímasamband við viðskiptavini og birgja. Þjónustusamningar HD við orku- og umhverfisfyrirtæki landsins undirstrika þessa stefnu þar sem HD hefur verið mikilvægur þjónustuaðili þeirra til margra ára.

Fylgja vexti fiskeldisins eftir

Mikilvægur iðnaður sem hefur verið ört vaxandi á síðustu árum er fiskeldi. Ísland er að stimpla sig inn sem eitt fremsta land heims í landeldisræktun á laxi. Þar er þjónusta HD gríðarlega mikilvæg þar sem í landeldi eru fyrirtæki með milljónir laxa í gjörgæslu. HD hefur verið birgi og þjónustuaðili á búnaði til fiskeldis í fjölda ára og leggur mikla áherslu á að skipta við sterka og öfluga birgja en þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar fái traustan og áreiðanlegan búnað sem við getum verið stoltir af að afhenda.

Borholudælur hjá Laxey í Vestmannaeyjum

Laxey er gríðarlega flott fyrirtæki sem er að reisa seiðaeldisstöð og áframeldi á landi í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að velja besta mögulega búnað fyrir sína vinnslu þar sem rekstraröryggi er aðaláherslan. Laxey stefnir á að  framleiða um 32 þúsund tonn af hágæða laxi á ári. Einn af birgjum HD er Ingeteam sem framleiðir Indar borholudælur en Indar er heimsþekkt vörumerki í olíuiðnaði þar sem kröfur um áreiðanleika og rekstraröryggi eru fremst í flokki. Laxey hefur fest kaup á tíu 21 tommu Indar borholudælum frá HD sem hver fyrir sig skilar 460l/s af sjó til áframeldisstöðvar fyrirtækisins í Viðlagafjöru. Stöðin mun notast við gegnumstreymiskerfi með um 65% vatnsendurnýtingu þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar. Dælurnar eru útbúnar með sérstakri kælivatnsdælu sem tryggir kælingu mótorsins og eykur líftíma búnaðarins sem tryggir Laxey öruggan aðgang að ferskum sjó.

Fjölbreyttur búnaðurfyrir fiskeldi

HD útvegar mikið af búnaði fyrir fiskeldi og eru borholudælur einungis hluti af því úrvali en einnig er meðal annars um að ræða mótora, tíðnibreyta, blásara, súrefnisframleiðslukerfi, loka, lokadrif og margt fleira. Fyrir utan búnaðarsölu til fiskeldis sérhæfir HD sig í fyrirbyggjandi viðhaldi, ástandsgreiningum, uppsetningu vélbúnaðar, lagnasmíði og stálsmíði. Þetta gerir það að verkum að HD fylgir lífsferli vörunnar allt frá vali á búnaði, uppsetningu, ástandsgreiningu, viðhaldi og varahlutaöflun. Þannig sköpum við viðskiptavinum okkar öryggi og hugarró.

Greinin birtist fyrst í Sóknarfæri.

Deila: