Nokkurra saknað á Norðursjó

Deila:

Nokkurra er saknað eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Norðursjó í morgun. RÚV greinir frá þessu. Þar segir að annað skipið heiti Verity og sé breskt. Það var á leið frá Þýskalandi til Englands en 22 voru um borð. Skipið er enn á flot.

Hitt skipið heitir Polesie og er skráð á Bahama-eyjum. Það sökk um klukkan fjögur í nótt, að íslenskum tíma. Í frétt RÚV segir að einum hafi verið bjargað úr sjónum en annarra sé saknað. Ekki hefur komið fram hve margir voru um borð.

„Þýskar sjóbjörgunarsveitir stýra aðgerðum á vettvangi, um 22 kílómetrum suðvestur af eyjunni Helgoland og hefur meðal annars sent björgunarþyrlu til að aðstoða við leitina. Björgunarmenn segja leitarskilyrðin slæm og allt að þriggja metra ölduhæð torveldar leitina,” segir í frétt RÚV.

Deila: