Kolmunna landað á Fáskrúðsfirði

Deila:

Á síðustu þremur dögum hefur verið landað um 5.000 tonnum af kolmunna hjá Loðnuvinnslunni hf. Norderveg kom á laugardagskvöldið með tæp 1.900 tonn, Knester kom á mánudaginn með um 2.000 tonn og Hoffell kom síðan með um 1.050 tonn.

Samtals er nú búið að taka á móti 15.300 tonnum, en fyrsta löndun á kolmunna þetta árið var 15. febrúar þegar Hoffellið landaði 1.580 tonnum.

Deila: