Örplasti rignir í hafið!

Deila:

Tvær skýrslur sem unnar voru fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið voru kynntar á málþingi sem fram fór í gær. Annars vegar er um að ræða samantekt Sjávarlíftæknisetursins Biopol um helstu uppsprettur örplasts á Íslandi og farvegi þess til sjávar og hins vegar samantekt Matís um lyfjaleifar í íslensku umhverfi, losun út í umhverfið og væntanlegt magn og áhættu.

Örplast berst til sjávar með ofanvatni

Plastrusl finnst hvarvetna í hafinu af öllum stærðum og gerðum, allt niður í örplastagnir sem myndast ýmist við niðurbrot plasts í sjónum eða berast þangað frá landi. Í skýrslu BioPol um örplast voru greindar uppsprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjávar.

Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts hér landi eða um 75%. Áætlað er að frá þeim berist árlega 160-230 tonn til sjávar. Í nágrannalöndum okkar eru hjólbarðar einnig langstærsta einstaka uppspretta örplasts. Plastagnir úr vegmerkingum koma næst hér á landi, 6-43 tonn, síðan plast úr húsamálningu, 15-36 tonn, þá plastagnir frá þvotti, 8-32 tonn og plast úr skipamálningu, 3-10 tonn.

Aðrar uppsprettur eru mun smærri, svo sem gervigrasvellir, snyrtivörur og urðunarstaðir. Farleiðir örplasts til hafs eru ólíkar eftir uppsprettum og misflókið að meta stærð þeirra. Af skýrslunni má ráða að 90% eða meira af örplasti sem myndast á landi berist með regnvatni til sjávar. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni af vegum, götum og stéttum, m.a. í gegn um niðurföll og ræsi.

Örplast í hafinu við Ísland – Helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu

 

Deila: