Erfið sókn eftir botnfiski dregur úr heildarafla

Deila:

Afli íslenskra fiskiskipa í október var 91,7 þúsund tonn sem er 19% minni afli en í sama mánuði árið 2018. Botnfiskafli var tæp 39 þúsund tonn og dróst saman um 16%, þar af var þorskafli um 24 þúsund tonn. Uppsjávarafli var rúm 50 þúsund tonn sem er 22% minni afli en í október 2018. Meginuppistaðan var síld, eða tæp 49 þúsund tonn. Flatfiskafli var tæp 1.700 tonn og skelfiskafli rétt rúm 1.000 tonn.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2018 til október 2019 var 1.070 þúsund tonn sem er 15% minni afli en á sama tímabili ári áður.

Afli í október, metinn á föstu verðlagi, var 24,4% minni en í október 2018 samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Fiskafli
Október Nóvember-október
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 112,0 84,7 -24,4
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 113.652 91.728 -19 1.252.713 1.069.889 -15
Botnfiskafli 46.031 38.689 -16 484.277 484.109 0
Þorskur 26.798 24.051 -10 277.981 274.063 -1
Ýsa 5.014 4.431 -12 45.487 59.585 31
Ufsi 7.310 4.605 -37 64.935 67.077 3
Karfi 5.521 4.310 -22 61.678 52.203 -15
Annar botnfiskafli 1.388 1.293 -7 34.196 31.181 -9
Flatfiskafli 2.195 1.674 -24 27.113 22.474 -17
Uppsjávarafli 64.405 50.291 -22 728.909 553.088 -24
Síld 59.112 48.968 -17 112.010 156.646 40
Loðna 0 0 0 186.333 0 -100
Kolmunni 3.242 1.323 -59 294.976 268.354 -9
Makríll 2.051 0 -100 135.590 128.088 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0 91
Skel-og krabbadýraafli 1.021 1.072 5 12.414 10.215 -18
Annar afli 0 2 0 0 3 0

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

 

Deila: