Sennilega frumkvöðull í ferðabransanum

Deila:

Maður vikunnar er frá Akranesi en hluta til alinn upp í Hvalstöðinni. Þar byrjaði hann 10 ára að verka hvalskíði og seldi túristum. Hann er nú gæðastjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík og segir starf sitt víðtækt og fjölbreytt. Áhugamál hans er veiði með byssu og stöng.

Nafn:

Sigurður Þyrill Ingvason.

Hvaðan ertu?

Ég er frá Akranesi og er einnig að stórum hluta til alinn upp Hvalstöðinni í Hvalfirði.

Fjölskylduhagir?

Eiginkona mín er Guðrún Inga Bragadóttir náms- og starfsráðgjafi og við eigum saman dæturnar Sigrúnu Björk 17 ára og Bylgju Björk 11 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég er gæðastjóri hjá Þorbirni hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 10 ára að verka hvalskíði sem ég seldi túristum í Hvalstöðinni, var sennilega frumkvöðull í ferðamannabransanum 😊

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mitt starf er víðtækt og fjölbreytt þess vegna er enginn dagur er eins og það er alltaf gaman að koma til vinnu.

En það erfiðasta?

Kaupendakröfur hafa aukist mjög upp á síðkastið og við fáum mikið af krefjandi spurningum á ýmsum tungumálum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Sennilega þegar datt og festi fótinn á mér á milli bretta inni í frystiklefa og það var ekkert símasamband, en það fór vel að lokum.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Get varla gert upp á milli allra vinnufélaga en verð að nefna vini mína Halldór R. Lárusson og Jón Þór Helgason úr Hvalnum.

Hver eru áhugamál þín?

Veiði með byssu og stöng.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Tail meat“  af íslenskri langreyði með soyasósu og wasapi er í uppáhaldi.

Hvert færir þú í draumfríið?

Mig hefur lengi langað til Afríku og Japan.

Á myndinni er Sigurður Þyrill að selja ferðamönnum hvalskíði árið 1981.

 

Deila: