ÚR selur í Brimi til KG fiskverkunar

Deila:

Útgerðarfélag Reykjavíkur, að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brim hefur selt 46,6 milljón hluti í Brim fyrir tæplega 1,8 milljarða króna til félagsins KG Fiskverkun sem er í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssona bróður hans samkvæmt frétt á vb.is

Hlutirnir eru seldir á genginu 38 krónur, en gengi bréfa í Brim í kauphöllinni í dag hefur lækkað um 2,60% niður í 37,50 krónur það sem af er degi í 212 milljóna króna viðskiptum þegar þetta er skrifað uppúr nýjustu uppfærslu Keldunnar.

Eftir kaupin á KG Fiskverkun 6,5% hlut í Brim, en Guðmundur á eftir söluna í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur tæplega 905 milljón hluti sem samsvara 46,26% hlut í Brim ef hefðbundnir fyrirvarar við kaupum félagsins á 196,5 milljón hlutum FISK-Seafood Brim ganga eftir. Afhending hlutanna verður 1. desember næstkomandi.

Deila: