Huginn landaði kolmunna í Færeyjum

Deila:

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af kolmunna í Fuglafirði nú um miðja vikuna. Nokkur íslensk skip hafa verið að kolmunnaveiðum nálægt Færeyjum undanfarna daga, en þau leituðu öll vars þegar mesta norðanbálið gekk yfir.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er kolmunnaafli íslenskra skipa orðinn 247.000 tonn á þessu ári. Leyfilegur heildarafli er 267.00 tonn. Ljóst er að nokkuð er enn óskráð af aflanum og gæti kvótinn náðst að mestu leyti þó stutt sé til jóla.

Aflahæsta skipið nú er Víkingur AK með 25.000 tonn, en fimm skip eru skráð með meira en 20.000 tonn. Auk Víkings eru það Beitir NK með 24.000 tonn, Venus NS með tæp 23.000 tonn, Börkur NK með 22.400 tonn og Aðalsteinn Jónsson SU með 21.400 tonn

Deila: