Matsáætlun vegna Landeldis ehf. í Ölfusi

Deila:

Skipulagsstofnun hefur birt álit sitt um matsáætlun fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Landeldis ehf. í Ölfusi fyrir allt að 22.000 tonna á ári.

Landeldi ehf. áformar að þessu sinni uppbyggingu á seinni áfanga landeldisstöðvarinnar. Áætlunin gerir ráð fyrir aukningu um 9.050 tonn af lífmassa, eða samtals 12.500 hámarkslífmassi hverju sinni og ársframleiðslu upp á 22.000 tonn af laxi. Reist verða mannvirki í formi þjónustuhúsa, eldishúsa, eldiskerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka, vatns- og frárennslislagna ásamt lagningu vegaslóða og plana auk bílastæða. Eldiskerjum verður fjölgað, stækka þarf aðstöðu til slátrunar og þjónustuhúss. Framleiðsluaukningin kallar á aukna vatnstöku og verður hún fyrst og fremst í formi fullsalts jarðsjávar 15.000 l/sek og þá samtals 20.000 l/sek. Aukin ferskvatnstaka verður 200 l/sek eða samtals 700 l/sek

Deila: